Áhrif fjölmiðla á aðgerðir til dýraverndar

26.03.2018

Mynd úr auglýsingarplakati um kvikmyndina Jaws en hún hafði gríðarleg áhrif á hugarfar fólks gagnvart hákörlum. Myndin er fengin af stylebham.com.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 28. mars kl. 15:15–16:00. Rakel Dawn Hanson dýrafræðingur í starfsnámi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Áhrif fjölmiðla á aðgerðir til dýraverndar“.

Í erindinu greinir Rakel frá rannsóknarverkefni sínu sem fjallar um hvort hægt sé að nota fjölmiðla til aðstoðar í aðgerðum til dýraverndar.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á YouTube-rás stofnunarinnar.