Laus störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Nærmynd af kræklinga- og sölvaóseyri.
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í þrjár lausar stöður. Um er að ræða fullt starf í öllum tilvikum. Umsóknafrestur er til 15. mars 2018.
Um er að ræða eftirfarandi stöður:
Sjávarlíffræðingur sem vinnur meðal annars að rannsóknum á vistgerðum og lífríki í fjöru, greiningu sjávarlífvera, skráningu og frágangi eintaka í vísindasafn, úrvinnslu og vistun gagna, kortlagningu og skýrslugerð og samantekt á efni fyrir vef stofnunarinnar.
Líffræðingur eða umhverfisfræðingur sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði lífríkismála. Meðal viðfangsefna eru rannsóknir, vöktun, ráðgjöf og fræðsla, vistgerðaflokkun, mat á verndargildi lands og vinna við gagnagrunna náttúruminjaskrár, umsjón með ráðgjafaverkefnum og vinna við þau, bæði á vettvangi og við úrvinnslu gagna.
Gróðurvistfræðingur sem vinnur meðal annars við greiningar á gróðri, vistgerðum og vistkerfum. Í starfinu felst til dæmis kortlagning, greining, flokkun og skráning vistgerða landsins, mat á verndargildi gróðurs og vistgerða, ráðgjöf og fræðsla til sérfræðinga og almennings og vinna við ráðgjafarverkefni.
Öll störfin eru auglýst á Starfatorgi.