Vistgerðir birkiskóga

13.03.2018
Kjarrskógavist í Aðaldalshrauni í Suður-Þingeyjarsýslu
Mynd: Starri Heiðmarsson

Kjarrskógavist einkennist af lágvöxnu, gisnu birki og lynggróðri. Frá Aðaldalshrauni í Suður-Þingeyjarsýslu.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 14. mars kl. 15:15–16:00. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vistgerðir birkiskóga“.

Í erindinu er greint frá rannsóknum á vistgerðum í birkiskógum, söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og niðurstöðum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á YouTube-rás stofnunarinnar.