Hrafnaþing: Jarðhiti og jarðarauðlindir

23.04.2018

Stefán Arnórsson, prófessor emeritus í jarðefnafræði flytur erindi á Hrafnaþingi, í samvinnu við Landvernd, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15:15.

Í tilefni af 75 ára afmæli Stefáns hinn 6. desember 2017 gaf Hið íslenska bókmenntafélag út bók honum til heiðurs sem hann samdi og ber heitið „Jarðhiti og jarðarauðlindir“. Í bókinni fjallar Stefán um rannsóknir á jarðhita og nýtingu hans og annarra auðlinda jarðar á grundvelli reynslu sinnar sem jarðefnafræðingur við rannsóknir og ráðgjöf á þessu sviði í meira en hálfa öld.

Í fyrirlestrinum á Hrafnaþingi mun Stefán beina sjónum sínum að fjórum þáttum sem fjallað er um í bókinni. Það eru: orkubúskapur veraldar, hnattrænar breytingar, eignarréttur yfir auðlindum og umhverfisáhrif af jarðhitanýtingu.