Fréttir
-
29.06.2018
Fimm græn skref
Fimm græn skref
29.06.2018
Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ hefur staðist úttekt á öllum fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hefur hlotið viðurkenningu þess efnis. Stofnunin er ein af þremur stofnunum sem hafa lokið þessum áfanga.
-
11.06.2018
Ný smádýr nema landið
Ný smádýr nema landið
11.06.2018
Reglulega finnast hér á landi smádýr sem ekki hafa sést hér áður. Þróun veðurfars undanfarið hefur leitt til breytinga á smádýralífi landsins. Sem dæmi má nefna að ýmsum áður fágætum, en líkast til gamalgrónum tegundum, hefur fjölgað og þær því komið í leitir. Breytt veðurfar hefur einnig skapað möguleika fyrir ýmis smádýr sem hingað slæðast til að setjast að. Sum smádýr berast hingað fyrir eigið tilstilli en mun algengara þó er að þau fylgi innfluttum varningi.
-
07.06.2018
Frjómælingar í apríl og maí
Frjómælingar í apríl og maí
07.06.2018
Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan í mars. Á Akureyri var óvenju mikið af frjókornum í lofti í maí en í Garðabæ hafði mikil úrkoma þau áhrif að birkifrjó voru langt undir meðallagi.