Fréttir

 • 31.07.2018

  Leiðangur líffræðinga í Surtsey

  Leiðangur líffræðinga í Surtsey

  surtsey-2018-eo.jpg

  31.07.2018

  Tegundafjöldi æðplantna hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu ár í Surtsey eða um og yfir 60 tegundir en gróðurinn er almennt þroskamikill þetta sumarið vegna ríkjandi og langvarandi úrkomutíðar. Máfavarpi hefur heldur hnignað í eynni en varp fýla er með eðlilegu móti. Agnarsmá skrautleg flugutegund af frittfluguætt sem fannst á síðasta ári ný fyrir Surtsey og Ísland líka fannst nú aftur og í meiri fjölda.

 • 13.07.2018

  Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar í kortasjá

  Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar í kortasjá

  Skjáskot af kortasjá yfir tiltekin náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd

  13.07.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað nýja kortasjá þar sem sýnd eru tiltekin náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Uppfærð útgáfa kortasjárinnar verður tilbúin haustið 2018 og þá verða landupplýsingagögn gerð aðgengileg til niðurhals.

 • 06.07.2018

  Frjómælingar í júní

  Frjómælingar í júní

  Háliðagras

  06.07.2018

  Á Akureyri mældist fjöldi frjókorna í júní yfir meðallagi en í Garðabæ mældust mjög fá frjókorn. Á báðum stöðum er frjótíma birkis lokið en aðalfrjótími grasa er framundan í júlí og ágúst.