Hrafnaþing: 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu
29.10.2018

Birkiskógar og kjarr hafa breiðst út á Þórsmerkursvæðinu á síðustu árum. Hefur flatarmál skóga fjórfaldast síðan 1960.
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 31. október kl. 15:15–16:00. Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Skógræktinni flytur erindið „100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu“.
Í erindinu verður fjallað um útbreiðslu birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu, uppgræðsluaðgerðir og sögu beitarfriðunar á svæðinu.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.