Hrafnaþing: Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi
13.11.2018

Þangdoppa (Littorina obtusata) eru algeng tegund snigla í íslenskum fjörum.
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn, 14. nóvember kl. 15:15–16:00. Sunna Björk Ragnarsdóttir sjávarlíffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi“.
Í erindinu mun Sunna kynna niðurstöður meistaraverkefnis síns þar sem skoðaðar voru árstíðabundnar þéttleikabreytingar hjá fjöruhryggleysingjum við Sandgerði á Reykjanesskaga yfir tveggja ára tímabil.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á YouTube-rás stofnunarinnar.