Ný útgáfa vistgerðakorts

Á vistgerðakortinu er sýnd útbreiðsla 105 vistgerða á landi, í ferskvatni og fjöru og náði endurskoðunin til landvistgerða. Helstu breytingar frá fyrri útgáfu eru þær að búið er að einfalda kortið, sem er rastakort, á þann hátt að minnsta kortlagða svæðið er nú 10 myndeiningar í stað einnar áður. Tvær þekjur voru uppfærðar á landinu öllu, þ.e. jöklar og nágrenni þeirra og alaskalúpína. Einnig var hélumosavist endurgreind á öllum láglendissvæðum þar sem hún hafði verið misgreind áður.  Að auki voru gerðar leiðréttingar á 27 svæðum á landinu eftir athugasemdum sem bárust eftir að fyrsta útgáfa kom út. 

Kortasjá

Landupplýsingagögn vistgerðakortsins verða aðgengileg á niðurhalssíðu á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í upphafi árs 2019.