Fréttir

 • 20.12.2019

  Jólakveðja

  Jólakveðja

  Jólakveðja Náttúrufræðistofnunar Íslands 2019

  20.12.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 • 20.12.2019

  Þrívíddarlíkan af Surtsey

  Þrívíddarlíkan af Surtsey

  Þrívíddarlíkan af Surtsey

  20.12.2019

  Síðastliðið sumar fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands til Surtseyjar í þeim tilgangi að kortleggja eyjuna með myndatöku úr dróna og þyrlu. Ein af afurðum kortlagningarinnar er nákvæmt þrívíddarlíkan sem nú hefur verið birt á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 • 19.12.2019

  Jarðfræðikortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Jarðfræðikortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Forsíða kortasjárinnar Jarðfræði Íslands

  19.12.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað kortasjána Jarðfræði Íslands þar sem finna má útgefin jarðfræðikort stofnunarinnar yfir berggrunn, höggun og jarðhita í mælikvarða 1:600.000 og nýtt berggrunnskort af Vesturgosbeltinu í mælikvarða 1:100.000. Kortasjáin verður áfram í vinnslu og munu fleiri gögn bætast við safnið.

 • 18.12.2019

  Köngulær á aðventunni

  Köngulær á aðventunni

  Ekkjukönguló, eða svört ekkja, af ógreindri tegund (Latrodectus)

  18.12.2019

  Í aðdraganda jóla skjóta iðulega upp kollum hin ýmsu kvikindi sem borist hafa til landsins með fjölbreyttum innflutningi vegna jólahaldsins. Sitthvað berst til dæmis með dönsku jólatrjánum, allskyns glingri, fersku grænmeti og ávöxtum. Á aðventunni að þessu sinni ber hæst köngulær sem fólk hefur fengið í kaupbæti með amerískum vínberjum.

 • 17.12.2019

  Hrafnaþing: aðfluttar plöntutegundir á norðurslóðum

  Hrafnaþing: aðfluttar plöntutegundir á norðurslóðum

  Aðfluttar tegundir á norðurslóðum

  17.12.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. desember kl. 15:15–16:00. Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið Plant immigration, naturalization and invasion in the Arctic - what do we know today?

 • 11.12.2019

  Lokað í dag hjá Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri

  Lokað í dag hjá Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri

  Hríðarbylur

  11.12.2019

  Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri er lokuð í dag vegna veðurs. Opnað verður í fyrramálið kl. 10.

 • 25.11.2019

  Hrafnaþing: Merkar jarðminjar á Torfajökulssvæði: Tilnefning á heimsminjaskrá?

  Hrafnaþing: Merkar jarðminjar á Torfajökulssvæði: Tilnefning á heimsminjaskrá?

  Á Torfajökulssvæðinu

  25.11.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 27. nóvember kl. 15:15–16:00. Kristján Jónasson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið Merkar jarðminjar á Torfajökulssvæði: Tilnefning á heimsminjaskrá?

 • 20.11.2019

  Talningar á grágæsum

  Talningar á grágæsum

  vot-n_7-gragaes_eo.jpg

  20.11.2019

  Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 23.–24. nóvember 2019. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga.

 • 28.10.2019

  Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði

  Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði

  Stefanía Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs

  28.10.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 30. október kl. 15:15–16:00. Stefanía Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið „Vatnajökull kallar, fræðsla í Vatnajökulsþjóðgarði“.

 • 21.10.2019

  Kortlagning á útbreiðslu lúpínu

  Kortlagning á útbreiðslu lúpínu

  Alaskalúpína

  21.10.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu lúpínu á landinu. Samkvæmt kortinu er heildarútbreiðsla lúpínubreiða á landinu 308 km2.

 • 14.10.2019

  Hrafnaþing: Kortlagning spendýra í Evrópu

  Hrafnaþing: Kortlagning spendýra í Evrópu

  Hagamús

  14.10.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 16. október kl. 15:15–16:00. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur flytur erindið „Kortlagning spendýra í Evrópu“.

 • 11.10.2019

  Samantekt frjómælinga sumarið 2019

  Samantekt frjómælinga sumarið 2019

  Haustlitir í Vífilsstaðahrauni, séð í átt að Vífilsstöðum

  11.10.2019

  Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2019. Á Akureyri var fjöldi heildarfrjókorna talsvert yfir meðallagi en því var öfugt farið í Garðabæ þar sem frjókorn voru mun færri en í meðalári.

 • 30.09.2019

  Vel sótt Vísindavaka

  Vel sótt Vísindavaka

  Sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís 2019

  30.09.2019

  Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var í Laugardalshöll 28. september. Stofnunin bauð gestum að skyggnast inn í vísindasafn stofnunarinnar þar sem hrafninn var í brennidepli.

 • 27.09.2019

  Innlit í vísindasafn á Vísindavöku Rannís

  Innlit í vísindasafn á Vísindavöku Rannís

  Hrafn matar unga sína á hreiðri í Urriðaholti 2012

  27.09.2019

  Vísindavaka 2019 verður haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 28. september. Náttúrufræðistofnun Íslands verður á staðnum og býður gestum að skyggnast inn í vísindasafn stofnunarinnar þar sem hrafninn verður í brennidepli.

 • 19.09.2019

  Bernarsamningurinn 40 ára

  Bernarsamningurinn 40 ára

  Bernarsamningurinn 40 ára

  19.09.2019

  Í dag eru 40 ár frá undirritun Bernarsamningsins en hann var fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjallar í senn um verndun tegunda og búsvæða þeirra. Meginmarkmið samningsins er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem þarfnast verndar.

 • 17.09.2019

  Frjómælingar í ágúst

  Frjómælingar í ágúst

  hk_rumex_acetosella.jpg

  17.09.2019

  Í ágúst mældust mun fleiri frjókorn í lofti á Akureyri en í meðalári. Í Garðabæ var þessu öfugt farið því þar mældust frjókorn yfir helmingi færri en að jafnaði. Grasfrjó geta áfram mælst í september en ólíklega í miklu magni.

 • 12.09.2019

  Veiðiþol rjúpnastofnsins

  Veiðiþol rjúpnastofnsins

  Rjúpa, ungur karri á Vatnsleysuströnd í apríl 2019

  12.09.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2019 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 72 þúsund fuglar. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda  að rjúpna- veiðar skuli vera sjálfbærar.

 • 10.09.2019

  Litast um á Lauffellsmýrum

  Litast um á Lauffellsmýrum

  Séð til norðausturs yfir neðsta hluta Lauffellsmýra

  10.09.2019

  Nýverið fóru þrír starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands í leiðangur inn á Síðumannaafrétt í þeim tilgangi að skoða Lauffellsmýrar, eitt stærsta votlendi á miðhálendi Íslands. Þar er að finna fremur sjaldgæfa vistgerð sem nefnist rimamýravist. Gerðar voru athuganir á gróðri í mýrunum og þær ljósmyndaðar.

 • 09.09.2019

  Nýr enskur vefur

  Nýr enskur vefur

  Haustlitir

  09.09.2019

  Nýr enskur vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur litið dagsins ljós. Vefurinn inniheldur umfangsmiklar upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og náttúru landsins.

 • 23.08.2019

  Birkiþélan eflist

  Birkiþélan eflist

  Hálfétið laufblað sitkaelris, í því voru taldar níu misstórar lirfur birkiþélu í uppvexti

  23.08.2019

  Margir hafa tekið eftir því um þessar mundir að birkitrjánum í görðum okkar heilsast ekki vel. Að vanda lék birkikemban fyrstu laufin illa í vor. Hún lauk sér af og ný blöð spruttu fram. Til skamms tíma náðu birkitrén jafnan að endurheimta laufskrúð sitt eftir atlögur birkikembunnar en nýtt meindýr er komið fram á sjónarsviðið sem leikur nýju laufin grátt. Birkið á höfuðborgarsvæðinu er nú víða illa útleikið eftir þennan nýliða í smádýrafánunni.

 • 16.08.2019

  Frumathugun á trjábolaförum í Ófeigsfirði

  Frumathugun á trjábolaförum í Ófeigsfirði

  Trjáhola í Ófeigsfirði

  16.08.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út skýrsluna Frumrannsókn á trjábolaförum í Ófeigsfirði (pdf, 9,4 MB). Í henni er greint frá niðurstöðum frumathugana á útbreiðslu trjáhola á hluta af fyrirhugðu framkvæmdasvæði vegna virkjunar við Hvalá í Ófeigsfirði. Höfundar skýrslunnar eru Lovísa Ásbjörnsdóttir og Sigríður María Aðalsteinsdóttir jarðfræðingar.

 • 06.08.2019

  Frjómælingar í júlí

  Frjómælingar í júlí

  Túnvingull

  06.08.2019

  Frjókorn voru fleiri í lofti í júlí en í meðalári, bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Í ágúst má áfram búast við frjókornum ef veðurskilyrði haldast góð.

 • 31.07.2019

  Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2019

  Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2019

  Loftmynd af norðurhlið Vesturbunka í Surtsey

  31.07.2019

  Leiðangur jarðfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar var farinn 18.–22. júlí í kjölfar líffræðileiðangurs. Með í för voru sérfræðingar frá Íslenskum Orkurannsóknum, Háskóla Íslands, Matís, Landmælingum Íslands og Háskólanum í Bergen, ásamt landverði frá Umhverfisstofnun.

 • 19.07.2019

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2019

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2019

  Hóffífill, ný æðplöntutegund í Surtsey 2019

  19.07.2019

  Surtsey kemur vel undan þurrkatíð sumarsins. Rannsóknir líffræðinga í eynni undanfarna daga sýndu að sem fyrr er gróður þar í mikilli sókn. Á hverju ári má merkja aukna útbreiðslu graslendis en það nýtur góðs af öflugri áburðargjöf máfa sem hreiðrað hafa um sig á strangfriðaðri eynni. Máfavarpið er þó að taka breytingum. Ein ný plöntutegund fannst að þessu sinni í eynni og tvær nýjar pöddutegundir eru þegar komnar í ljós.

 • 11.07.2019

  Takmörkuð þjónusta Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna sumarleyfa

  Takmörkuð þjónusta Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna sumarleyfa

  Hrafn - Ranka í Kotinu

  11.07.2019

  Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 15. júlí, til og með 2. ágúst.

 • 04.07.2019

  Frjómælingar í júní

  Frjómælingar í júní

  Túnsúra (Rumex acetosa)

  04.07.2019

  Frjókorn mældust alla daga í júní á Akureyri og í Garðabæ en fjöldi þeirra var þó talsvert undir meðaltali. Á báðum stöðum var mánuðurinn óvenju þurr og sólríkur. Frjótíma birkis er nú lokið en aðalfrjótími grasa er framundan í júlí og ágúst.

 • 01.07.2019

  Útgáfa vistgerðalykils

  Útgáfa vistgerðalykils

  Skógarkerfill í gömlum túnum og graslendisbökkum á Mógilsá á Kjalarnesi

  01.07.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út vistgerðalykil sem ætlaður er til að auðvelda fólki að greina vistgerðir á landi. Þess er vænst að lykillinn komi þeim að notum sem vinna að kortlagningu lands og öðrum er vilja setja sig inn í vistgerðaflokkun.

 • 21.06.2019

  Lúsmý nýtur góðs af góðviðrinu

  Lúsmý nýtur góðs af góðviðrinu

  lusmy.eo.jpg

  21.06.2019

  Lúsmý hefur haldið uppteknum hætti það sem af er sumri, jafnvel aðgangsharðara en áður og nokkuð fyrr á ferðinni. Það hefur notið góðs af blíðunni sem ríkt hefur á sunnanverðu landinu. Líkast til er lúsmýið gamalgróið en hefur sloppið yfir þröskuld sem hélt því í skefjum. Gerðist það sumarið 2015 svo um munaði og hefur leikið lausum hala á suðvestanverðu landinu síðan, heldur illa þokkað. Ef til vill koma loftslagsbreytingar hér við sögu.

 • 07.06.2019

  Frjómælingar í apríl og maí

  Frjómælingar í apríl og maí

  Birkirekill tilbúinn að dreifa frjóum sínum

  07.06.2019

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan í mars. Í apríl var fjöldi frjókorna langt yfir meðaltali á Akureyri enda óvenju hlýtt en í Garðabæ var úrkoma mikil og þar að leiðandi ekki mörg frjókorn í lofti. Á báðum stöðum var fjöldi frjókorna yfir meðallagi í maí.

 • 28.05.2019

  Rjúpnatalningar 2019

  Rjúpnatalningar 2019

  Ársgamall karri á óðali á Vatnsleysuströnd í apríl 2019

  28.05.2019

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2019 er lokið. Rjúpum fækkaði víðast hvar nema í lágsveitum á Norðausturlandi. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn 2019 mestur á Norðausturlandi í öðrum landshlutum er hann í eða undir meðaltali.

 • 15.05.2019

  Stofnunin lokuð 16. maí

  Stofnunin lokuð 16. maí

  Túnfífill við Melaberg á Miðnesi

  15.05.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands verður lokuð fimmtudaginn 16. maí vegna starfsmannaferðar. Stofnunin opnar aftur föstudaginn 17. maí kl. 10. 

 • 09.05.2019

  Fuglamerkingar 2018

  Fuglamerkingar 2018

  Mest var merkt af auðnutittlingum árið 2018

  09.05.2019

  Árið 2018 voru alls merktir 21.648 fuglar af 83 tegundum hér á landi. Er þetta metfjöldi merktra fugla á einu ári. Mest var merkt af auðnutittlingum. Þetta var 98. ár fuglamerkinga á Íslandi og voru virkir merkingamenn 57 talsins.

 • 30.04.2019

  Óvænt birkifrjó í lofti

  Óvænt birkifrjó í lofti

  Birki í Urriðaholti í maí 2016

  30.04.2019

  Dagana 25.–26. apríl mældist talsvert magn birkifrjóa á Akureyri og í Garðabæ. Frjókornin bárust með sterkum vindum frá austur-Evrópu.

 • 17.04.2019

  Frjókorn komin í loftið

  Frjókorn komin í loftið

  alnus_sp-eo.jpg

  17.04.2019

  Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, byrjaði að blómgast um síðustu mánaðrmót og dreifa frjóum sínum. Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum því frjókorn birkis og elris hafa sömu ofnæmisvaka. Helstu tegundir sem valda ofnæmi á Íslandi eru birki, grös og súrur.

 • 15.04.2019

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands og útgáfa ársskýrslu

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands og útgáfa ársskýrslu

  arsfundur-2019-eru-mg.jpg

  15.04.2019

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 26. sinn föstudaginn 12. apríl síðastliðinn á Hótel Reykjavík Natura. Þar voru flutt ávörp og erindi um verkefni sem unnið hefur verið að hjá stofnuninni.

 • 11.04.2019

  Ný og endurskoðuð landupplýsingagögn gerð aðgengileg

  Ný og endurskoðuð landupplýsingagögn gerð aðgengileg

  ni-kortasja-serstok-vernd.jpg

  11.04.2019

  Á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur verið gengið frá tveimur gagnasettum landupplýsinga til niðurhals. Annars vegar er um að ræða landupplýsingar fyrir endurskoðaða útgáfu landvistgerða og hins vegar fyrir náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd. Gögnin ná yfir allt landið.

 • 09.04.2019

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2019

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2019

  09.04.2019

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura, föstudaginn 12. apríl kl. 13:00–16:00.

 • 01.04.2019

  Hrafnaþing: Senn kemur spóinn

  Hrafnaþing: Senn kemur spóinn

  Spói, Numenius phaeopus

  01.04.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 3. apríl kl. 15:15–16:00. Borgný Katrínardóttir líffræðingur flytur erindið „Senn kemur spóinn“. 

 • 22.03.2019

  Alþjóðlegur dagur vatnsins

  Alþjóðlegur dagur vatnsins

  wwd_2019_isl.jpg

  22.03.2019

  Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnsins sem helgaður er umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar.

 • 18.03.2019

  Hrafnaþing: Fræslægja – aðferð til að dreifa staðargróðri

  Hrafnaþing: Fræslægja – aðferð til að dreifa staðargróðri

  Tilraunareitur með blávingli (Festuca vivipara), lokasjóð (Rhinanthus minor) og fleiri plöntutegundum fyrir söfnun fræslægju

  18.03.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 20. mars kl. 15:15–16:00. Járngerður Grétarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fræslægja – aðferð til að dreifa staðargróðri“. 

 • 08.03.2019

  Náttúrufræðistofnun nýtur trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun nýtur trausts meðal landsmanna

  Hrafn

  08.03.2019

  Landsmenn bera áfram mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Capacent. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 59% landsmanna.

 • 04.03.2019

  Hrafnaþing: Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi

  Hrafnaþing: Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi

  Tildurmosi (Hylocomium splendens)

  04.03.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. mars kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur flytur erindið „Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi“. 

 • 27.02.2019

  Útbreiðsla og flatarmál lúpínubreiða á Íslandi

  Útbreiðsla og flatarmál lúpínubreiða á Íslandi

  Lúpínubreiður ofan Búrfellsgjár í Heiðmörk

  27.02.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út skýrsluna „Útbreiðsla og flatarmál lúpínubreiða á Íslandi 2017“ en höfundar hennar eru þeir Sigurður Kristinn Guðjohnsen og Borgþór Magnússon. Með skýrslunni er lokið endurskoðun á kortlagningu lúpínu á landinu sem var birt árið 2016 vegna kortlagningar vistgerða landsins.

 • 19.02.2019

  Hrafnaþing: Hrafnar í Landnámi Ingólfs

  Hrafnaþing: Hrafnar í Landnámi Ingólfs

  Hrafn

  19.02.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 20. febrúar kl. 15:15–16:00. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur flytur erindið „Hrafnar í Landnámi Ingólfs: breytingar á búsetu og stofnstærð 1982–2017“. 

 • 08.02.2019

  Eyþór Einarsson 90 ára

  Eyþór Einarsson 90 ára

  Eyþór Einarsson grasafræðingur

  08.02.2019

  Níræður er í dag, 8. febrúar, Eyþór Einarsson grasafræðingur. Eyþór starfaði alla sína starfsævi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og lagði meðal annars grunn að rannsóknum á gróðri í jökulskerjum Vatnajökuls þar sem plöntur voru að nema land þegar jökullinn var að hörfa og hann var einnig frumkvöðull að gróðurrannsóknum í Skaftafelli í Öræfum þar sem reglulega hefur verið fylgst með framgangi gróðurs á tilteknum gróðurreitum.

 • 06.02.2019

  Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi

  Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi

  Sýnatökustaður mosa (92A) við Gerði í Straumsvík

  06.02.2019

  Nýverið gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út skýrsluna „Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi 1990–2015. Áhrif frá iðjuverum og eldvirkni“ eftir Sigurð H. Magnússon. Í henni er fjallað um nýjustu upplýsingar um loftborna mengun á Íslandi samkvæmt mælingum á mosa.

 • 05.02.2019

  Hrafnaþing: Langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg

  Hrafnaþing: Langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg

  Lúpína í Hrísey á Eyjafirði

  05.02.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. febrúar kl. 15:15–16:00. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur flytur erindið „Langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg“. 

 • 31.01.2019

  Laus staða mannauðsstjóra

  Laus staða mannauðsstjóra

  Hrafn

  31.01.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður auglýsa laust til umsóknar 100% starf mannauðsstjóra. Um er að ræða 50% starf hjá hvorri stofnun fyrir sig með aðsetur að starfsstöð stofnananna í Garðabæ.

 • 22.01.2019

  Um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og stöðu hvala á válista

  Um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og stöðu hvala á válista

  Blástur langreyðar

  22.01.2019

  Vegna skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða vill Náttúrufræðistofnun Íslands koma eftirfarandi á framfæri.

 • 21.01.2019

  Hrafnaþing: Rjúpnagögn og gagn

  Hrafnaþing: Rjúpnagögn og gagn

  Rjúpa, kvenfugl

  21.01.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 23. janúar kl. 15:15–16:00. Arne Sólmundsson verkfræðingur flytur erindið „Rjúpnagögn og gagn“. Arne er fulltrúi SKOTVÍS í samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar og í forsvari fyrir fagráð SKOTVÍS um vöktun, rannsóknir og veiðistjórnun.

 • 14.01.2019

  Laus störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Laus störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Hrafn

  14.01.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í tvær lausar stöður. Umsóknafrestur er til 15. febrúar 2019.