Hrafnaþing: Fræslægja – aðferð til að dreifa staðargróðri

Tilraunareitur með blávingli (Festuca vivipara), lokasjóð (Rhinanthus minor) og fleiri plöntutegundum fyrir söfnun fræslægju.
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 20. mars kl. 15:15–16:00. Járngerður Grétarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fræslægja – aðferð til að dreifa staðargróðri“.
Í erindinu verður sagt frá aðferð til að loka sárum í landi með gróðri úr nærumhverfinu. Ýmsum framkvæmdum fylgir jarðrask og stundum er áhugi fyrir að vinna með gróðurinn á staðnum og flýta því að hann nái yfirhöndinni í raskinu.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.