Hrafnaþing: Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi

04.03.2019
Tildurmosi (Hylocomium splendens)
Mynd: Sigurður H. Magnússon

Tildurmosi (Hylocomium splendens).

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. mars kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur flytur erindið „Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi“. 

Í erindinu verður fjallað um niðurstöður vöktunar á styrk þungmálma og brennisteins í tildurmosa (Hylocomium splendens) á Íslandi. Vöktunin er hluti af evrópsku verkefni sem unnið er í þeim tilgangi að kortleggja uppsprettur mengandi efna í andrúmslofti og fylgjast með dreifingu þeirra og breytingum. 

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.