Fréttir
-
30.04.2019
Óvænt birkifrjó í lofti
Óvænt birkifrjó í lofti
30.04.2019
Dagana 25.–26. apríl mældist talsvert magn birkifrjóa á Akureyri og í Garðabæ. Frjókornin bárust með sterkum vindum frá austur-Evrópu.
-
17.04.2019
Frjókorn komin í loftið
Frjókorn komin í loftið
17.04.2019
Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, byrjaði að blómgast um síðustu mánaðrmót og dreifa frjóum sínum. Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum því frjókorn birkis og elris hafa sömu ofnæmisvaka. Helstu tegundir sem valda ofnæmi á Íslandi eru birki, grös og súrur.
-
15.04.2019
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands og útgáfa ársskýrslu
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands og útgáfa ársskýrslu
15.04.2019
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 26. sinn föstudaginn 12. apríl síðastliðinn á Hótel Reykjavík Natura. Þar voru flutt ávörp og erindi um verkefni sem unnið hefur verið að hjá stofnuninni.
-
11.04.2019
Ný og endurskoðuð landupplýsingagögn gerð aðgengileg
Ný og endurskoðuð landupplýsingagögn gerð aðgengileg
11.04.2019
Á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur verið gengið frá tveimur gagnasettum landupplýsinga til niðurhals. Annars vegar er um að ræða landupplýsingar fyrir endurskoðaða útgáfu landvistgerða og hins vegar fyrir náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd. Gögnin ná yfir allt landið.
-
09.04.2019
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2019
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2019
09.04.2019
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura, föstudaginn 12. apríl kl. 13:00–16:00.
-
01.04.2019
Hrafnaþing: Senn kemur spóinn
Hrafnaþing: Senn kemur spóinn
01.04.2019
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 3. apríl kl. 15:15–16:00. Borgný Katrínardóttir líffræðingur flytur erindið „Senn kemur spóinn“.