Takmörkuð þjónusta Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna sumarleyfa

11.07.2019
Hrafn - Ranka í Kotinu
Mynd: Anette Th. Meier

 Útskorinn hrafn eftir Ragnhildi Magnúsdóttur, betur þekkt sem Ranka í Kotinu, en hrafninn er merki stofnunarinnar.

Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 15. júlí, til og með 2. ágúst.

Á Akureyri verður tekið á móti myglusveppum úr húsum til greininga, ásamt því sem sveppafræðingur tekur gjarnan á móti upplýsingum um sveppi. Símanúmer sveppafræðings er 5900574.

Hægt er að senda inn erindi á netfangið ni@ni.is.