Fréttir

  • 23.08.2019

    Birkiþélan eflist

    Birkiþélan eflist

    Hálfétið laufblað sitkaelris, í því voru taldar níu misstórar lirfur birkiþélu í uppvexti

    23.08.2019

    Margir hafa tekið eftir því um þessar mundir að birkitrjánum í görðum okkar heilsast ekki vel. Að vanda lék birkikemban fyrstu laufin illa í vor. Hún lauk sér af og ný blöð spruttu fram. Til skamms tíma náðu birkitrén jafnan að endurheimta laufskrúð sitt eftir atlögur birkikembunnar en nýtt meindýr er komið fram á sjónarsviðið sem leikur nýju laufin grátt. Birkið á höfuðborgarsvæðinu er nú víða illa útleikið eftir þennan nýliða í smádýrafánunni.

  • 16.08.2019

    Frumathugun á trjábolaförum í Ófeigsfirði

    Frumathugun á trjábolaförum í Ófeigsfirði

    Trjáhola í Ófeigsfirði

    16.08.2019

    Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út skýrsluna Frumrannsókn á trjábolaförum í Ófeigsfirði (pdf, 9,4 MB). Í henni er greint frá niðurstöðum frumathugana á útbreiðslu trjáhola á hluta af fyrirhugðu framkvæmdasvæði vegna virkjunar við Hvalá í Ófeigsfirði. Höfundar skýrslunnar eru Lovísa Ásbjörnsdóttir og Sigríður María Aðalsteinsdóttir jarðfræðingar.

  • 06.08.2019

    Frjómælingar í júlí

    Frjómælingar í júlí

    Túnvingull

    06.08.2019

    Frjókorn voru fleiri í lofti í júlí en í meðalári, bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Í ágúst má áfram búast við frjókornum ef veðurskilyrði haldast góð.