Frjómælingar í ágúst

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 1478 frjó/m3, sem er töluvert yfir meðaltali, og voru þau nær samfellt í lofti allan mánuðinn. Grasfrjó voru langalgengust eða 1400 frjó/m3. Aðrar frjótegundir sem mældust voru súru- og lyngfrjó.

Í Garðabæ mældist heildarfjöldi frjókorna 239 frjó/m3 sem er langt undir meðaltali. Frjókorn mældust þó í lofti langflesta daga en í litlu magni. Grasfrjó voru algengust eða sem nemur 66% og þar á eftir komu lyngfrjó. Minna mældist af öðrum tegundum.

Grasfrjó geta mælst í september en ólíklega í miklu magni nema í sérlega góðu haustveðri.

Fréttatilkynning um frjómælingar í ágúst 2019 (pdf)