Nýr enskur vefur

09.09.2019
Haustlitir
Mynd: Erling Ólafsson

Haustlitir.

Nýr enskur vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur litið dagsins ljós. Vefurinn inniheldur umfangsmiklar upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og náttúru landsins.

Nýi vefurinn er sambærilegur þeim íslenska að útliti og virkni og með honum er notendum gert kleift að leita sér upplýsinga um náttúru landsins, hlutverk stofnunarinnar og viðfangsefni. Lögð er áhersla á gott aðgengi, bætta þjónustu, traustar upplýsingar, öfluga leit og aukið aðgengi að gagnasöfnum stofnunarinnar.

Nýi vefurinn er settur uppaf 1xINTERNET í vefumsjónarkerfinu Drupal og Katelin Parsons þýddi.