Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði

28.10.2019
Stefanía Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs á Þvermóð að horfa inn í Nýjadal
Mynd: Hlynur Þráinn Sigurjónsson

Horft inn í Nýjadal frá Þvermóði.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 30. október kl. 15:15–16:00. Stefanía Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið „Vatnajökull kallar, fræðsla í Vatnajökulsþjóðgarði“.

Í fyrirlestrinum verður innsýn gefin í fjölbreytt fræðslustarf Vatnajökulsþjóðgarðs undanfarin ár. Skoðað verður hvers vegna, hvernig og hvar fræðsla fer fram og hvernig hún þróast með síkvikri náttúru landsins. Litið verður yfir verkefni fræðslufulltrúa, þar sem upplýsingahönnun og landvarsla blandast saman, og rætt um metnaðarfulla fræðsluáætlun þjóðgarðsins.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!