Hrafnaþing: Kortlagning spendýra í Evrópu

14.10.2019
Hagamús
Mynd: Erling Ólafsson

Hagamús.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 16. október kl. 15:15–16:00. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur flytur erindið „Kortlagning spendýra í Evrópu“.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um endurútgáfu bókarinnar „The Atlas of European Mammals“ sem kom út árið 1999. Við endurútgáfu bókarinnar verður ekki einungis um endurmat tegunda að ræða heldur bætast nú við lönd í Austur-Evrópu þannig að umfang kortlagðra svæða tvöfaldast. Hvatt er til þátttöku almennings til að hægt sé að ljúka verkefninu en áætlað er að bókin komi út fyrir árslok 2024.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!