Samantekt frjómælinga sumarið 2019

11.10.2019
Haustlitir í Vífilsstaðahrauni, séð í átt að Vífilsstöðum
Mynd: Erling Ólafsson

Haustlitir í Vífilsstaðahrauni í Garðabæ, séð í átt að Vífilsstöðum.

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2019. Á Akureyri var fjöldi heildarfrjókorna talsvert yfir meðallagi en því var öfugt farið í Garðabæ þar sem frjókorn voru mun færri en í meðalári.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 4.945 frjó/m3 og voru grasfrjó langalgengust (59%). Hlutfall birkifrjóa var 16%, asparfrjóa 7% og súrufrjóa 2%. Tæplega 17% frjókorna voru af ýmsum tegundum sem jafnan ber lítið á. Flest frjókorn voru í lofti í ágústmánuði eða þriðjungur allra frjókorna.

Í Garðabæ var fjöldi frjókorna 2.393 frjó/m3 og var tæplega helmingur grasfrjó (48%). Hlutfall birkifrjóa var 19%, súrufrjóa 4% og asparfrjóa 1%. Frjókorn ýmissa tegunda sem jafnan ber lítið voru 28%. Flest frjókorn mældust í júlí (43%).

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2019

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2019