Fréttir

 • 24.03.2020

  Biðtími eftir niðurstöðum sveppagreininga lengist

  Biðtími eftir niðurstöðum sveppagreininga lengist

  Myglusveppir á ræktunarskál

  24.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á greiningu á myglusveppum fyrir almenning og fyrirtæki og fara greiningarnar fram á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. Stofnunin vill koma því á framfæri að vegna samkomubanns á tímum Covid-19 ganga sveppagreiningar mun hægar fyrir sig en venjulega og viðbúið að biðtími eftir niðurstöðum lengist nokkuð. 

 • 16.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hlýtur jafnlaunavottun

  Náttúrufræðistofnun Íslands hlýtur jafnlaunavottun

  Straumandarpar

  16.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi stofnunarinnar samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunastaðallinn er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi og nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.

 • 15.03.2020

  Viðbrögð við tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum um samkomubann

  Viðbrögð við tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum um samkomubann

  Hrafn (Corvus corax)

  15.03.2020

  Í ljósi tilmæla heilbrigðisyfirvalda um samkomubann frá 16. mars vegna Covid-19 veirunnar verður móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og á Akureyri lokuð þann tíma sem samkomubann er í gildi, en svarað verður í síma á afgreiðslutíma kl. 10-15 alla virka daga.

 • 13.03.2020

  Ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands frestað

  Ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands frestað

  Hrafn

  13.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur ákveðið að fresta ársfundi stofnunarinnar sem vera átti 1. apríl næstkomandi á Hótel KEA á Akureyri.

 • 10.03.2020

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Hrafn

  10.03.2020

  Landsmenn bera áfram mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 59% landsmanna.

 • 09.03.2020

  Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað

  Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað

  Séð yfir efri hluta Lauffellsmýra á Síðuafrétti

  09.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið ákvörðun um að fresta Hrafnaþingi sem vera átti miðvikudaginn 11. mars um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.

 • 25.02.2020

  Hrafnaþingi frestað

  Hrafnaþingi frestað

  25.02.2020

  Hrafnaþingi sem vera átti miðvikudaginn 26. febrúar hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. 

 • 24.02.2020

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

  Í Kreppulindum

  24.02.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 26. febrúar kl. 15:15–16:00. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

 • 10.02.2020

  Hrafnaþing: Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

  Hrafnaþing: Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

  Búnaði til beitarrannsókna komið fyrir á Fljótsdalsheiði 2019

  10.02.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 12. febrúar kl. 15:15–16:00. Guðrún Óskarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands flytur erindið Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði.

 • 07.02.2020

  Vinnustofa um vöktun náttúruverndarsvæða

  Vinnustofa um vöktun náttúruverndarsvæða

  Rannveig Anna Guicharnaud flytur erindi á vinnustofu verkefnisins „Vöktun náttúruverndarsvæða“

  07.02.2020

  Fyrsta vinnustofa verkefnisins Vöktun náttúruverndarsvæða var haldin á Náttúrufræðistofnun Íslands dagana 4.–5. febrúar 2020. Meginmarkmið verkefnisins er að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna.  Áhersla verður lögð á að vakta áhrif mannsins á vistgerðir og plöntur, fugla, spendýr og jarðminjar.

 • 28.01.2020

  Slæm viðkoma refa á Hornströndum

  Slæm viðkoma refa á Hornströndum

  Mórauður refur í Hornvík

  28.01.2020

  Viðkoma refa á Hornströndum var með slakasta móti árið 2019. Óðul voru færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður.  Þetta endurspeglar mögulega slæma afkomu bjargfugla ásamt fleiru, eins og kemur fram í nýútkominni skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um vöktun refa á Hornströndum árið 2019.

 • 13.01.2020

  Hrafnaþing: Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni

  Hrafnaþing: Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni

  vot-n_11-myvatn_ae.jpg

  13.01.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. janúarkl. 15:15–16:00. Árni Einarsson vistfræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn flytur erindið Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni.

 • 09.01.2020

  Vefþula á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Vefþula á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

  mosahraunavist-3-sm.jpg

  09.01.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur í samstarfi við Blindrafélagið sett upp vefþulu á íslenskum og enskum vef stofnunarinnar. Með henni verða vefirnir aðgengilegri fyrir stærri hóp fólks.

 • 07.01.2020

  Nýtt jarðfræðikort af Austurlandi

  Nýtt jarðfræðikort af Austurlandi

  Sandfell í Fáskrúðsfirði

  07.01.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út jarðfræðikort af Austurlandi í mælikvarða 1:100.000. Kortið nær yfir svæði sem afmarkast af norðanverðum Hamarsfirði í suðri, Loðmundarfirði í norðri, Skriðdal í vestri og Gerpi í austri.