Fréttir

 • 25.02.2020

  Hrafnaþingi frestað

  Hrafnaþingi frestað

  25.02.2020

  Hrafnaþingi sem vera átti miðvikudaginn 26. febrúar hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. 

 • 24.02.2020

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

  Í Kreppulindum

  24.02.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 26. febrúar kl. 15:15–16:00. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

 • 10.02.2020

  Hrafnaþing: Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

  Hrafnaþing: Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

  Búnaði til beitarrannsókna komið fyrir á Fljótsdalsheiði 2019

  10.02.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 12. febrúar kl. 15:15–16:00. Guðrún Óskarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands flytur erindið Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði.

 • 07.02.2020

  Vinnustofa um vöktun náttúruverndarsvæða

  Vinnustofa um vöktun náttúruverndarsvæða

  Rannveig Anna Guicharnaud flytur erindi á vinnustofu verkefnisins „Vöktun náttúruverndarsvæða“

  07.02.2020

  Fyrsta vinnustofa verkefnisins Vöktun náttúruverndarsvæða var haldin á Náttúrufræðistofnun Íslands dagana 4.–5. febrúar 2020. Meginmarkmið verkefnisins er að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna.  Áhersla verður lögð á að vakta áhrif mannsins á vistgerðir og plöntur, fugla, spendýr og jarðminjar.