Fréttir
-
24.03.2020
Biðtími eftir niðurstöðum sveppagreininga lengist
Biðtími eftir niðurstöðum sveppagreininga lengist
24.03.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á greiningu á myglusveppum fyrir almenning og fyrirtæki og fara greiningarnar fram á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. Stofnunin vill koma því á framfæri að vegna samkomubanns á tímum Covid-19 ganga sveppagreiningar mun hægar fyrir sig en venjulega og viðbúið að biðtími eftir niðurstöðum lengist nokkuð.
-
16.03.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands hlýtur jafnlaunavottun
Náttúrufræðistofnun Íslands hlýtur jafnlaunavottun
16.03.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi stofnunarinnar samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunastaðallinn er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi og nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.
-
15.03.2020
Viðbrögð við tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum um samkomubann
Viðbrögð við tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum um samkomubann
15.03.2020
Í ljósi tilmæla heilbrigðisyfirvalda um samkomubann frá 16. mars vegna Covid-19 veirunnar verður móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og á Akureyri lokuð þann tíma sem samkomubann er í gildi, en svarað verður í síma á afgreiðslutíma kl. 10-15 alla virka daga.
-
13.03.2020
Ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands frestað
Ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands frestað
13.03.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur ákveðið að fresta ársfundi stofnunarinnar sem vera átti 1. apríl næstkomandi á Hótel KEA á Akureyri.
-
10.03.2020
Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna
Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna
10.03.2020
Landsmenn bera áfram mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 59% landsmanna.
-
09.03.2020
Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað
Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað
09.03.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið ákvörðun um að fresta Hrafnaþingi sem vera átti miðvikudaginn 11. mars um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.