Hrafnaþing: Ráðgáta fjólublárra beina í refum

16.11.2020
Kjálkabein úr íslenskum ref, til hægri má sjá fjólubláa litabreytingu
Mynd: Julian Ohl

Kjálkabein úr íslenskum refum, til hægri má sjá fjólubláa litabreytingu.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. nóvember. Julian Ohl umhverfis- og auðlindafræðingur flytur erindið „An Icelandic Mystery? The Occurrence of Purple Bones in Arctic Foxes“.

Í fyrirlestrinum, sem fluttur verður á ensku, mun Julian fjalla um meistaraverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands sem hann vann að hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og fjallar um fjólubláa litabreytingu í beinum í íslenskum ref.

Útdráttur úr erindinu

Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verður erindið eingöngu flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Það hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00.