Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi á sviði náttúru- og umhverfismála

15.01.2021
 Hrafn (Corcus corax) á Höfða í Skagafirði
Mynd: Erling Ólafsson

Hrafn á Höfða í Skagafirði.

Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi til að starfa við og halda utan um álit, umsagnir og ráðgjöf mála á verksviði stofnunarinnar, m.a. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, skipulagsáætlanir og náttúruverndarmál. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2021.

Helstu verkefni og ábyrgð felast í umsjón með umsögnum og ráðgjöf um mál sem lúta að nýtingu náttúrunnar, m.a. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum, skipulagsmál, framkvæmdaleyfi, friðlýst svæði, veiðar á villtum fuglum og spendýrum og rannsóknarleyfi. 

Nánari upplýsingar um starfið