Hrafnaþing: Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni

18.03.2021
GSM-leiðarriti festur á arnarunga
Mynd: Hallgrímur Gunnarsson

GSM-leiðarriti festur á arnarunga.

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn, 24. mars. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni“. Erindið var áður auglýst 10. mars síðastliðinn en var frestað.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsókn sem unnið er að hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem felst í að rekja ferðir hafarna með leiðarritum en með þeim er hægt að kortleggja nákvæmlega ferðir fuglanna, meðal annars staðsetningu, flughæð og ferðahraða. 

Útdráttur úr erindinu

Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verður erindið eingöngu flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Það hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00.

Fyrirlesturinn á Youtube