Auglýst eftir starfsfólki

11.05.2021
Hrafnar á flugi
Mynd: Erling Ólafsson

Hrafnar á flugi.

Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í gagnagrunnum og landupplýsingum. Að auki óskar stofnunin eftir að ráða 10 námsmenn í sumarstörf til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina.

Starf sérfræðings í gagnagrunnum og landupplýsingakerfum felst í að þróa og reka gagnagrunna og landupplýsingakerfi stofnunarinnar. Um er að ræða fullt starf og er umsóknarfrestur til 18. maí.

Sumarstörfin sem um ræðir eru hluti af vinnumarkaðsátaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar og eru opin öllum námsmönnum 18 ára og eldri. Þau eru ýmist hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ eða Akureyri. Upplýsingar um þau er að finna á vef Vinnumálastofnunar og þar á jafnframt að sækja um. Umsóknarfrestur er til 20. maí.