Fréttir
-
11.05.2022
Íslenskir refir í nýrri þáttaröð á Netflix
Íslenskir refir í nýrri þáttaröð á Netflix
11.05.2022
Streymisveitan Netflix hefur birt nýja þáttaröð sem ber heitið „Wild Babies“. Í einum þáttanna koma við sögu íslenskir refir á Hornströndum en Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands veitti aðstoð við kvikmyndatökuna þar.
-
26.04.2022
Náttúrufræðistofnun nýtur áframhaldandi mikils trausts
Náttúrufræðistofnun nýtur áframhaldandi mikils trausts
26.04.2022
Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 63% landsmanna.
-
26.04.2022
Styrkir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
Styrkir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
26.04.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið þrjá styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, samtals rúmlega þrjár milljónir króna.
-
19.04.2022
Hrafnaþing: Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021
Hrafnaþing: Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021
19.04.2022
Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. apríl kl. 15:15–16:00 flytur Starri Heiðmarsson fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands erindið „Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021: vöktun á áhrifum loftslagsbreytinga“. Hrafnaþing verður haldið í fundarherbergi R262 á 2. hæð í rannsókna- og nýsköpunarhúsi, Borgum við Norðurslóð á Akureyri.
-
04.04.2022
Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf
Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf
04.04.2022
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 6. apríl kl. 15:15–16:00. Ingibjörg Smáradóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði kynnir helstu þætti úr meistararannsókn sinni sem fjallaði um tengslanet og samstarf í opinberri stjórnsýslu með áherslu á stjórnsýslulega stöðu og hlutverk Vatnajökulsþjóðgarðs og ber fyrirlesturinn heitið „Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf.“
-
28.03.2022
Styrkur til rannsókna á landnámi innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands
Styrkur til rannsókna á landnámi innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands
28.03.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið 2,5 milljóna króna styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til verkefnisins „Opna fjallvegir hlið fyrir landnám innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands?“. Verkefninu er stýrt af Pawel Wasowicz grasafræðingi.
-
25.03.2022
Skýrsla um útbreiðslu stafafuru í Steinadal
Skýrsla um útbreiðslu stafafuru í Steinadal
25.03.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út skýrslu um rannsóknir á útbreiðslu stafafuru í Steinadal í Suðursveit. Niðurstöður sýna að stafafura getur dreift sér hratt og á skilvirkan hátt um stór svæði í kringum skógræktarsvæði og að með tímanum dregur stafafura verulega úr líffræðilegum fjölbreytileika æðplantna.
-
21.03.2022
Vísindagrein um líftölur íslenskra fálka
Vísindagrein um líftölur íslenskra fálka
21.03.2022
Nýverið kom út í vísindatímaritinu PeerJ grein eftir vistfræðingana Frédéric Barraquand og Ólaf K. Nielsen sem fjallar um líftölur íslenskra fálka, Falco rusticolus. Þetta er í fyrsta sinn sem lagt er mat á lífslíkur fálka hér á landi en rannsóknirnar byggðust á merkingum og endurheimtum merktra fugla.
-
21.03.2022
Hrafnaþing: Útbreiðsla stafafuru í Steinadal í Suðursveit
Hrafnaþing: Útbreiðsla stafafuru í Steinadal í Suðursveit
21.03.2022
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 23. mars kl. 15:15–16:00. Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Útbreiðsla stafafuru í Steinadal í Suðursveit“.
-
15.03.2022
Ný vísindagrein um útbreiðslu stormþular
Ný vísindagrein um útbreiðslu stormþular
15.03.2022
Í lok síðustu viku kom út í vísindatímaritinu Biological Invasions grein eftir Paweł Wąsowicz og Torbjørn Alm sem fjallar um stormþul, Senecio pseudoarnica, sem er innflutt og harðger garðplanta sem víða breiðist hratt út.
-
08.03.2022
Laust starf á starfsstöð Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri
Laust starf á starfsstöð Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri
08.03.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að starfsmanni í 50% starf í móttöku og þjónustu á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2022.
-
08.03.2022
Styrkur til rannsókna á tunguskollakambi
Styrkur til rannsókna á tunguskollakambi
08.03.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið 1,8 milljóna króna styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar til rannsókna á vistfræði og stofnerfðafræði tunguskollakambs, Struthiopteris fallax. Verkefninu er stýrt af Pawel Wasowicz grasafræðingi.
-
07.03.2022
Hrafnaþing: Fuglalífið á Hornströndum
Hrafnaþing: Fuglalífið á Hornströndum
07.03.2022
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 9. mars kl. 15:15–16:00. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur i hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fuglalífið á Hornströndum“.
-
02.03.2022
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í heimsókn
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í heimsókn
02.03.2022
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, heimsótti Náttúrufræðistofnun Íslands í gær í þeim tilgangi að kynna sér hlutverk og starfsemi stofnunarinnar og hitta fyrir starfsfólk. Með ráðherra í för var aðstoðarmaður hans, ráðuneytisstjóri og upplýsingafulltrúi.
-
22.02.2022
Hrafnaþing: Gróður og næringarefni í jarðvegi á refagrenjum
Hrafnaþing: Gróður og næringarefni í jarðvegi á refagrenjum
22.02.2022
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 23. febrúar kl. 15:15–16:00. Dominik Arend umhverfis- og auðlindafræðingur frá háskólanum í Freiburg flytur erindið „Arctic Fox Gardens: Vegetation and soil nutrients on fox dens“.
-
14.02.2022
Nýtt jarðfræðikort af Vesturgosbeltinu
Nýtt jarðfræðikort af Vesturgosbeltinu
14.02.2022
Út er komið nýtt jarðfræðikort af Vesturgosbelti Íslands í mælikvarðanum 1:100.000. Það nær yfir hraunasvæðin norðan Þingvallavatns og norður fyrir Langjökul og frá vestri teygir það sig yfir Arnarvatnsheiði og til austurs yfir Hreppafjöll. Kortið er hvoru tveggja gefið út sem kortablað á rafrænu formi og í kortasjá hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og Íslenskum Orkurannsóknum.
-
07.02.2022
Hrafnaþing: Vöktun náttúruverndarsvæða
Hrafnaþing: Vöktun náttúruverndarsvæða
07.02.2022
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 9. febrúar kl. 15:15–16:00. Rannveig Anna Guicharnaud verkefnisstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vöktun náttúruverndarsvæða“.
-
26.01.2022
Nýtt rit um útbreiðslu og líffræði agna í hafinu við Ísland
Nýtt rit um útbreiðslu og líffræði agna í hafinu við Ísland
26.01.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið „Útbreiðsla og líffræði agna (krabbadýr: Lophogastrida og Mysida) í hafinu við Ísland“ eftir Ólaf S. Ástþórsson og Torleiv Brattegard og er það númer 58 í ritröðinni Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Í ritinu er fjallað um krabbadýr af ættbálkunum Lophogastrida og Mysida (áður Mysidacea, agnir á íslensku) sem safnað var í rannsóknaverkefninu Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE).
-
24.01.2022
Hrafnaþing: Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland
Hrafnaþing: Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland
24.01.2022
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 26. janúar kl. 15:15–16:00. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur og fyrrum aðstoðarforstjóri á Hafrannsóknastofnun, flytur erindið „Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland“.
-
11.01.2022
Vísindagrein um erfðabreytileika snarrótarpunts
Vísindagrein um erfðabreytileika snarrótarpunts
11.01.2022
Nýlega kom út grein í vísindatímaritinu Plant Systematics and Evolution sem fjallar um erfðabreytileika snarrótarpunts (Deschampsia cespitosa) í Evrópu og Asíu.
-
07.01.2022
Arnþór Garðarsson fuglafræðingur látinn
Arnþór Garðarsson fuglafræðingur látinn
07.01.2022
Arnþór Garðarsson prófessor emerítus við Háskóla Íslands lést á nýársdag, 83 ára að aldri. Arnþór var tengdur Náttúrufræðistofnun Íslands í 70 ár eða allt frá unglingsárum, vann þar lengi og átti í samstarfi við stofnunina allt til æviloka. Fáum vikum fyrir andlátið hann sendi grein í fuglatímaritið Blika sem bíður nú birtingar.
-
04.01.2022
Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
04.01.2022
Eydís Líndal Finnbogadóttir er settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá og með 1. janúar 2022.
-
04.01.2022
Ísland tilnefnir fimm svæði í net verndarvæða Bernarsamningsins
Ísland tilnefnir fimm svæði í net verndarvæða Bernarsamningsins
04.01.2022
Ísland hefur tilnefnt fimm náttúruverndarsvæði hér á landi til að verða hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, sem kallast Emerald Network. Þetta var tilkynnt á 41. fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var í byrjun desember síðastliðinn. Um þetta er fjallað í frétt á vef Stjórnarráðsins.
-
03.01.2022
Breyttur afgreiðslutími
Breyttur afgreiðslutími
03.01.2022
Frá og með áramótum breyttist afgreiðslutími Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ. Móttakan er nú opin virka daga kl. 11–13. Símaafgreiðsla er opin kl. 10–15.