Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands

Eydís Líndal Finnbogadóttir er settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá og með 1. janúar 2022.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett Eydísi Líndal Finnbogadóttur í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til eins árs. Eydís tekur við embættinu af Þorkeli Lindberg Þórarinssyni, sem hefur látið að störfum af eigin ósk.

Eydís er með B.S.-gráðu í jarðfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið M.S. (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, M.S. í opinberri stjórnsýslu (MPA) og Diplóma í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Eydís er með landvarðaréttindi auk leiðsögumannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Eydís hefur starfað hjá Landmælingum frá árinu 1999 og sem forstjóri stofnunarinnar frá 2019, eftir að hafa áður verið settur forstjóri frá 2018 og staðgengill forstjóra frá 2007.

Við bjóðum Eydísi velkomna til starfa.