Hrafnaþing: Vöktun náttúruverndarsvæða

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 9. febrúar kl. 15:15–16:00. Rannveig Anna Guicharnaud verkefnisstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vöktun náttúruverndarsvæða“. 

Í erindinu verður sagt frá langtímavöktun náttúruverndarsvæða og annarra svæða sem eru undir álagi ferðamanna. Um er að ræða verkefni sem hófst árið 2020 og er það samstarfsverkefni Náttúrfræðistofnunar Íslands, náttúrustofa á landinu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Vöktunin var sett á laggirnar að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytis og er þetta í fyrsta sinn sem svo margar stofnanir vinna sameiginlega að því að rannsaka og vernda náttúru landsins og móta heildræna vöktunaráætlun á landsvísu.

Útdráttur úr erindinu

Vegna Covid-19 verður erindið að þessu sinni einungis flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. 

Fyrirlesturinn á Teams