Hrafnaþing: Útbreiðsla stafafuru í Steinadal í Suðursveit

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 23. mars kl. 15:15–16:00. Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Útbreiðsla stafafuru í Steinadal í Suðursveit“.

Erindið verður flutt á ensku í fundarherbergi R262 á 2. hæð í rannsókna- og nýsköpunarhúsi, Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Það verður einnig í beinni útsendingu á rás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Youtube.

Stafafura er vinsæl trjátegund í íslenskri skógrækt enda gefur hún góða uppskeru og vex hratt. Í Steinadal í Suðursveit er vel afmarkað skógræktarsvæði, saga skógræktar á svæðinu er vel þekkt sem og útbreiðsla, hæð og þéttleiki sjálfsáinnar stafafuru á svæðinu til ársins 2011. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru árið 2010 sýndu stóraukna útbreiðslu sjálfsáinna stafafuruplantna og vísbendingar oru um neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni svæðisins. Rannsóknir á útbreiðslu og þéttleika furunnar voru nýlega endurteknar og í fyrirlestrinum verður fjallað niðurstöður þeirra athugana. 

Útdráttur úr erindinu