Fréttir

 • 26.04.2022

  Náttúrufræðistofnun nýtur áframhaldandi mikils trausts

  Náttúrufræðistofnun nýtur áframhaldandi mikils trausts

  Hrafn

  26.04.2022

  Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 63% landsmanna.

 • 26.04.2022

  Styrkir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

  Styrkir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

  Stormþulur við Sörlaskjól í Reykjavík

  26.04.2022

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið þrjá styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, samtals rúmlega þrjár milljónir króna.

 • 19.04.2022

  Hrafnaþing: Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021

  Hrafnaþing: Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021

  Vísindamenn við gróðurmælingar á Sjónarhóli nærri Hraunsvatni

  19.04.2022

  Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. apríl kl. 15:15–16:00 flytur Starri Heiðmarsson fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands erindið „Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021: vöktun á áhrifum loftslagsbreytinga“. Hrafnaþing verður haldið í fundarherbergi R262 á 2. hæð í rannsókna- og nýsköpunarhúsi, Borgum við Norðurslóð á Akureyri. 

 • 04.04.2022

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf

  Íshellir í Vatnajökulsþjóðgarði

  04.04.2022

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 6. apríl kl. 15:15–16:00. Ingibjörg Smáradóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði kynnir helstu þætti úr meistararannsókn sinni sem fjallaði um tengslanet og samstarf í opinberri stjórnsýslu með áherslu á stjórnsýslulega stöðu og hlutverk Vatnajökulsþjóðgarðs og ber fyrirlesturinn heitið „Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf.“