1. nóvember 2017. Halldór Björnsson: Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur

Halldór Björnsson

Halldór Björnsson.

Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið „Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 1. nóvember kl. 15:15.

Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur starfað frá haustinu 2015 og gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar verði tilbúinn fyrir árslok. Í þessu erindi verður fjallað um hluta skýrslunnar, það er þær veðurfarsbreytingar sem orðið hafa á Íslandi og áhrif þeirra á jökla og afrennsli, landris og sjávarstöðu. Einnig verður fjallað um framreikninga á líklegum áhrifum hnattrænna loftslagsbreytinga á íslenska veðráttu og líklegar breytingar á sjávarstöðu.