10. janúar 2007. Snorri Baldursson: Vatnajökulsþjóðgarður: Náttúra og náttúruvernd

10. janúar 2007. Snorri Baldursson: Vatnajökulsþjóðgarður: Náttúra og náttúruvernd

Snorri Baldursson, líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur fyrsta erindi Hrafnaþings á nýju ári, 10. janúar 2007.

Á haustþingi 2006 lagði umhverfisráðherra fram frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Samkvæmt frumvarpinu verður þjóðgarðurinn fyrst í stað um 13.433 km2 að stærð; þar af eru 8.205 km2 lands huldir jökli en 5.228 km2jökullaust land tengt jöklinum (sjá kort).

Stofnun þjóðgarðsins á sér nokkuð langan aðdraganda. Vorið 1999

samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þar sem umhverfisráðherra var falið að kanna möguleika á stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Nokkrir starfshópar og nefndir hafa síðan unnið að málinu og skilað tillögum að mismunandi útfærslum þjóðgarðsins. M.a. skilaði nefnd skipuð fulltrúum allra flokka ítarlegri skýrslu vorið 2004 um stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis norðan Vatnajökuls (Þjóðgarður norðan Vatnajökuls. Umhverfisráðuneytið, maí 2004, 179 bls.). Sú tillaga sem ofannefnt frumvarp fjallar um byggir hinsvegar á skýrslu ráðgjafarnefndar fulltrúa sveitarfélaga, sem land eiga að Vatnajökli, sem umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2005 (Vatnajökulsþjóðgarður. Umhverfisráðuneytið, nóvember 2006, 59 bls.).

Samhliða vinnu við ákvörðun marka og rekstrarfyrirkomulags þjóðgarðsins hefur Náttúrufræðistofnun Íslands tekið saman upplýsingar um náttúrufar jökullausra svæða umhverfis Vatnajökul og lagt mat á verndargildi helstu náttúruminja (landslags, jarðminja og gróðurs- og dýralífs) á þessum svæðum. Þessar upplýsingar hafa verið birtar í þremur skýrslum stofnunarinnar auk heildar samantektar.

Í erindinu verður gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, vinnulagi við stofnun hans, mörkum þjóðgarðsins og rekstrarfyrirkomulag eins og það liggur fyrir samkvæmt frumvarpinu, hvað vinnst með stofnun þjóðgarðsin m.t.t. verndar landslagsheilda, jarðminja og lífríkis miðað við núverandi mörk og miðað við æskileg framtíðarmörk að mati stofnunarinnar.