12. febrúar 2003. Kristján Jónasson: Kísilríkt berg á Íslandi

Kristján Jónasson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi á Hrafnaþingi 12. febrúar 2003.

Í erindinu verður fjallað um rannsóknir á kísilríku bergi á Íslandi. Fyrst verður gerð grein fyrir hvað kísilríkt berg er og dreifingu þess hér á landi. Þá verður fjallað nánar um bergfræði og efnafræði kísilríks bergs. Skoðuð verður mismunandi ásýnd kísilríks bergs og steindasamsetning þess. Innihald aðalefna og snefilefna í kísilríku bergi á Íslandi verður borið saman við samsetningu samskonar bergs erlendis og við niðurstöður bergfræðitilrauna.

Að lokum verða kynntar helstu kenningar um uppruna kísilríks bergs og lagt mat á hversu vel þær útskýra gerð og dreifingu kísilríks bergs hér á landi.

Berufjörður
Mynd: Kristján Jónasson

Röndólfur, Slöttur og Stöng, formfagrir bergstandar úr kísilríku bergi við Berufjörð.

Hlíðarfjall í Mývatnssveit
Mynd: Kristján Jónasson

Hlíðarfjall í Mývatnssveit er hraungúll úr kísilríku bergi. Form fjallsins er dæmigert fyrir slíka hraungúla.

Landmannalaugar
Mynd: Kristján Jónasson

Á Torfajökulssvæðinu er mikið af kísilríku og litfögru bergi, mynd frá Jökulgili í Landmannalaugum.