12. mars 2003. Ólafur Karl Nielsen: Rjúpan og viðkoma fálkans

Rjúpa í sumarbúningi
Mynd: Erling Ólafsson

Rjúpa í sumarbúningi.

Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi á Hrafnaþingi 12. mars 2003. 

Rjúpan er aðalfæða fálkans og á þeim tíma árs þegar hann er að undirbúa varp og á meðan á varpi og álegu stendur, þ.e. frá síðari hluta mars og fram í lok maí, étur hann fátt annað en rjúpu. Íslenski rjúpnastofninn er mjög breytilegur að stærð og munur á rjúpnafjölda í hámarks- og lágmarksári getur verið 5-10-faldur. Í erindinu verður fjallað um hvaða áhrif breytingar á fæðuframboði hafa á varpafkomu fálka, þ.e. þætti eins og hversu stór hluti óðalsbundinna fálka tekur þátt í varpi, hvenær vors þeir verpa, fjölda eggja í hreiðri og hversu margir ungar komast upp.

Fyrirlesturinn byggir á rannsóknum á fálka og rjúpu á Norðausturlandi 1981-2002.

Fálkaungar
Mynd: Ólafur Hrafn Nielsen

Fálkaungar í hreiðri.

Fálkaklettur
Mynd: Ólafur K. Nielsen

Fálkaklettur rauðlitaður af fuglaskóf sem sýnir búsetu fálkans í árhundruð eða þúsund. Hvíti bletturinn er drit í náttbóli uppi í bjarginu.