17. desember 2014. Snorri Baldursson: Bókin Lífríki Íslands – aðdragandi og efnistök

17. desember 2014. Snorri Baldursson: Bókin Lífríki Íslands – aðdragandi og efnistök

Snorri Baldursson líffræðingur flytur erindið „Lífríki Íslands“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 17. desember kl. 15:15.

Í erindinu fjallar Snorri um bók sína „Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar.“ Fyrir margt löngu fékk hann þá flugu í höfuðið safna saman allri þekkingu um vistfræði Íslands á eina kennslubók. Löngu síðar settist hann við skriftir og komst að því að þótt þekking okkar á vistkerfum landsins sé yfirgripsmikil er hún ansi brotakennd og ekki einfalt að spinna úr henni heillegan þráð.

Í bókinni er rýnt í vistkerfi Íslands og fjallað um lífríki sjávar og strandsvæða, lífríki ferskvatns, bæði straum- og stöðuvatna, og lífríki þurrlendis. Stuðst er við fjölbreyttar og viðamiklar heimildir hundruða líffræðinga og vistfræðinga sem unnið hafa að lífríkisrannsóknum hér á landi. Í erindinu verður farið yfir efnistök bókarinnar og einkum staldrað við annan kafla hennar sem fjallar um sögu lands og lífríkis, uppruna þess og sérstöðu.

Fyrirlesturinn á YouTube