18. febrúar 2009. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Landgræðsluskólinn: tilgangur og tækifæri
Virkar þetta ekki?

Hafdís Hanna Ægisdóttir
Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur og aðstoðarverkefnisstjóri Landgræðsluskólans, flytur erindi sitt „Landgræðsluskólinn: tilgangur og tækifæri“ á Hrafnaþingi.
Eyðimerkurmyndun, hnignun vistkerfa og ósjálfbær nýting lands er eitt af alvarlegustu umhverfisvandamálum heimsins og hafa þurr landssvæði í þróunarlöndunum einna helst orðið fyrir barðinu á þessum vandamálum. Landgræðsluskólinn er þriggja ára þróunarverkefni sem er kostað af Utanríkisráðuneytinu sem hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Verkefnið er unnið í samstarfi Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu Ríkisins.
Markmið Landgræðsluskólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum til að stemma stigu við hnignun lands og eyðumerkurmyndun í sínum heimalöndum og að efla tengsl við stofnanir innan þróunarlandanna sem og alþjóðlegar stofnanir sem koma að þessum málum. Tilraunatímabili Landgræðsluskólans lýkur í lok þessa árs og þá er stefnt að því að skólinn verði kominn undir hatt Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Í erindinu verður Landgræðsluskólinn kynntur og sagt frá tilgangi hans og tækifærum framtíðarinnar.
Nemendur Landgræðsluskólans í skoðunarferð um Ísland
Sandöldur í Skagafirði
Ingibjörg Svala Jónsdóttir, frá Landgræðsluskólanum, og Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni, ásamt nemendahóp á ferð um landið.
Hafdís Hanna Ægisdóttir í góðum félagsskap í Uzbekistan. Leitað hefur verið að sérfræðingum til náms við Landgræðsluskólann í ýmsum þróunarlöndum.