19. apríl 2017. Hörður Kristinsson: Fléttur á Íslandi

Hordur Kristinsson

Hörður Kristinsson fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fléttur á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 19. apríl kl. 15:15. 

Í erindinu verður gefið yfirlit yfir aðdraganda og tilurð bókarinnar „Íslenskar fléttur“ sem út kom á síðasta ári. Þá verður kynning á algengustu fléttum landsins, þannig að tekin verða fyrir helstu búsvæði þeirra og kynntar algengustu tegundir á hverju búsvæði fyrir sig. Útlit og sérkenni tegundanna verða kynnt í myndum og máli og gerð verða skil á hinu sérhæfa búsvæðavali margra þeirra. 

Landfræðiflikra
Mynd: Erling Ólafsson

Landfræðiflikra