2. apríl 2008. Guðmundur A. Guðmundsson: Á varpstöðvum margæsa á 80° norðlægrar breiddar

Guðmundur A. Guðmundsson

Guðmundur A. Guðmundsson

Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi um varpstöðvar margæsa í NA-Kanada. Rannsóknirnar eru unnar í samvinnu við breska og írska vísindamenn, einkum hjá Wildfowl & Wetlands Trust.

Margæs er fargestur á Íslandi og hefur viðdvöl hér á landi nokkrar vikur í senn, bæði vor og haust, á leið sinni milli varpstöðva á heimsskautssvæðum Kanada og vetrarstöðva á Írlandi. Guðmundur hefur rannsakað farflug margæsa og vistfræði þeirra meðan þær hafa viðdvöl á Íslandi.

Í júní 2007 tók Guðmundur þátt í fyrri leiðangri af tveimur á varpstöðvar margæsa á Ellesmere og Axel-Heibergeyjum í NA-Kanada þar sem leitað var að margæsum og varp þeirra kannað. Árangur var vonum framar og á fjórða tug hreiðra fannst. Það leiddi til þess að breskur doktorsnemi mun eyða sumrinu 2008 við rannsóknir á varpháttum margæsa þar.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um farflug margæsa og varp þeirra í ljósi orkubúskapar. Sýndar verða svipmyndir frá varpstöðvunum sem margæsirnar leggja á sig 9000 km flug til að nýta.

Vöktun margæsa

margæsir
Mynd: Guðmundur A. Guðmundsson

Margæsir á Álftanesi hvíla sig og safna orku áður en þær halda fluginu áfram yfir á varpstöðvar sínar í NA-Kanada.