Viðvíkurbjörg
Viðvíkurbjörg
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Viðvíkurbjörg


Viðvíkurbjörg.
Mörk
Viðvíkurbjörg á milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar, frá Viðvík norður að Svartnesi, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.
Stærð
11,5 km2
Hlutfall lands: 17%
Hlutfall fjöru: 4%
Hlutfall sjávar: 80%
Svæðislýsing
Sjávarbjörg sem virðast aldrei hafa verið nýtt svo neinu nemi. Sauðfjárbeit.
Forsendur fyrir vali
Ein helsta fýlabyggð landsins, einnig nær teista alþjóðlegum verndarviðmiðum.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Fýll | Varp | 56.415 | 2015 | 5 |
Teista | Varp | 200 | 1976 | 2 |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Viðvíkurbjörg.
Ógnir
Skipaumferð og vindorkugarðar.
Aðgerðir til verndar
Setja almennar umgengnisreglur, þar á meðal um skotveiði. Tryggja að búsvæði og farleiðir fugla verði ekki skert.
Núverandi vernd
Engin.
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.