Bóluþangsklungur

F1.35.2

EUNIS-flokkun

A1.323 Fucus vesiculosus on variable salinity mid eulittoral boulders and stable mixed substrata.

Bóluþangsklungur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Bóluþangsklungur við Ölfusárós. – Variable salinity mixed substrata shores, dominated by Fucus vesiculosus, in southern Iceland.

Bóluþangsklungur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Bóluþangsklungur í Kollafirði. – Variable salinity mixed substrata shores, dominated by Fucus vesiculosus, in southwestern Iceland.

Lýsing

Bóluþang er ríkjandi á steinum og öðru föstu undirlagi, en inn á milli og umhverfis eru allstórir setflákar. Algengast er laust grjót (hnullungar, steinvölur) sem öldurótið nær að hreyfa við og sandur á milli. Hlutfall milli grjóts og sets getur verið breytilegt en skiptist oft til helminga. Brimasemi er yfirleitt fremur lítil en getur þó verið nokkur þar sem bóluþang er tiltölulega brimþolið. Selta er alla jafna há en getur verið mismunandi þar sem bóluþang þolir ferskvatn ágætlega. Lífríki einkennist af bóluþangsfjörum, setfjörum, leirum eða blöndu þeirra.

Fjörubeður

Hnullungar, steinvölur, möl, sandur, leir.

Fuglar

Töluvert af fuglum í ætisleit, einkum æðarfugl, sendlingur, stelkur og tjaldur.

Líkar vistgerðir

Bóluþangsfjörur, grýttur sandleir, leirur og setfjörur.

Útbreiðsla

Ekki mikil en aðallega á Vestur- og Norðvesturlandi.

Verndargildi

Hátt.

Útbreiðslukort bóluþangsklungur

Þekkt útbreiðsla bóluþangsklungurs er minni en 1% (4 km2) af fjörum landsins. – Variable salinity mixed substrata shores, dominated by Fucus vesiculosus, cover less than 1% (4 km2) of the coast.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Klapparþang Fucus spiralis Doppur Littorina spp.
Bóluþang Fucus vesiculosus Sandmaðkur Arenicola marina
Skúfþang Fucus distichus Sandskel Mya arenaria
Kólgugrös Devaleraea ramentacea Hrúðurkarl Semibalanus balanoides
Sjóarkræða Mastocarpus stellatus Kræklingur Mytilus edulis
Söl Palmaria palmata Nákuðungur Nucella lapillus
Steinskúfur Cladophora rupestris Ánar Oligochaeta
Grænþörungsættkvísl Ulva spp. Marflær Amphipoda
    Mottumaðkur Fabricia stellaris
    Burstaormar Polychaeta

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, bóluþangsklungur

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá