Grýttur sandleir
F2.4
EUNIS-flokkun
A2.4 Littoral mixed sediments.

Grýttur sandleir í Hvalfirði. Fjörubeðurinn er gerður úr steinum, grófri möl og sandleir. – Littoral mixed sediment shore in western Iceland. The sea bed is a mixture of small stones, gravel, and sandy mud.

Grýtt sandleirsfjara í Þorskafirði. – Littoral mixed sediment shore in the Westfjords.
Lýsing
Setfjara þar sem fjörubeðurinn er samsettur úr misstórum flákum af leir, sandi, möl, steinvölum og hnullungum í ýmsum hlutföllum. Setið nær að jafnaði yfir 60% af heildarflatarmáli svæðisins og þangþekja er á bilinu 30–40%. Grýttur sandleir er oft á misstórum og sundurlausum spildum í þangfjörum og leirum og eru mörk yfirleitt fremur óljós. Á stærri steinum er þörungagróður sem líkist þeim sem er í þangfjörum en dýralíf er oft svipað og á leirum eða í setfjörum. Greint er á milli tveggja afbrigða af vistgerðinni eftir ríkjandi þangtegund: a) grýttur sandleir – klóþang og b) grýttur sandleir – bóluþang. Að jafnaði er grjótið stærra í klóþangsafbrigðinu.
Fjörubeður
Hnullungar, steinvölur, möl, sandur, leir.
Fuglar
Töluvert af fuglum í ætisleit, einkum æðarfugl, sendlingur, stelkur og tildra.
Líkar vistgerðir
Þangfjörur, leirur, óseyrar, líflitlar sandfjörur.
Útbreiðsla
Alls staðar þar sem þangfjörur og leirur finnast, mest inni í fjörðum.
Verndargildi
Lágt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Grýttur sandleir þekur um 3% (33 km2) af fjörum landsins. – Littoral mixed sediment shores cover about 3% (33 km2) of the coast.
Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Bóluþang | Fucus vesiculosus | Hrúðurkarl | Semibalanus balanoides |
Klóþang | Ascophyllum nodosum | Doppur | Littorina spp. |
Grænþörungsættkvísl | Ulva spp. | Kræklingur | Mytilus edulis |
Söl | Palmaria palmata | Mottumaðkur | Fabricia stellaris |
Sandmaðkur | Arenicola marina | ||
Marflær | Amphipoda |

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).
Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).