Hveraleirsvist

Hveraleirsvist

L12.4

Eunis-flokkun

Nýr flokkur, tillaga. H6.151 Geothermal bare grounds.

Lýsing

Nokkuð fjölbreytt vistgerð við hveri, gufuaugu eða heitar sytrur. Hún einkennist af gróðursnauðu yfirborði sem er ýmist leir, hverahrúður, vikur eða hraun en getur einnig haft yfirbragð mels. Útfellingar eru víða og brennisteinsþúfur koma fyrir. Yfirborð vistgerðarinnar er oft á tíðum litríkt þar sem ljósir og rauðir litir eru áberandi. Yfirborðið er allt frá því að vera mjög gljúpt og yfir í mjög hart og þétt. Gróður er blettóttur og tegundasamsetning ræðst af hita og raka í jarðvegi.

Plöntur

Hveraleirsvist er tegundafátækasta jarðhitavistgerðin og er þekja gróðurs mjög lítil. Algengast er að grös séu mest áberandi og eru skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) og blávingull (Festuca vivipara) algengust þeirra. Blóðberg (Thymus praecox subsp. arcticus) vex þar sem þurrast er en laugasef þar sem deigt er. Jarðhitategundirnar grámygla (Gnaphalium uliginosum) og naðurtunga (Ophioglossum azoricum) finnast og hitakæru tegundirnar blákolla (Prunella vulgaris), græðisúra (Plantago major) og lækjasef (Juncus bufonius). Mosar eru lítt áberandi í hveraleirnum en helst finnast lauga­slyðra (Gymnocolea inflata), fjaðurgambri (Racomitrium elongatum) og laugavendill (Ditrichum lineare). Fléttur eru fáar og þá aðallega vikurbreyskja (Stereocaulon arcticum) og engjaskóf (Peltigera canina).

Jarðvegur

Jarðvegur er mikið ummyndaður vegna hita.

Jarðhiti á 10 cm dýpi

Á bilinu 15–85°C; meðaltal 40°C (n=43).

Útbreiðsla

Vistgerðin finnst á langflestum háhitasvæðum landsins.   

Fuglar

Nánast ekkert fuglalíf.

Verndargildi

Hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

 

 

Jarðhitategundir æðplantna – Geothermal vascular plant species within the habitat type
Grámygla Gnaphalium uliginosum
Naðurtunga Ophioglossum azoricum