Jökulár

V2.8

EUNIS-flokkun

Nýr flokkur, tillaga. C2.2B Icelandic glacier-fed ­rivers.

Jökulár
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Selá í Skjaldfannardal á Vestfjörðum. Upptök árinnar eru í sunnanverðum Drangajökli. – A glacier-fed river in the Westfjords. Its source is in glacier Drangajökull.

Jökulár
Mynd: Borgþór Magnússon

Þjórsá í Þjórsárverum. Upptök Þjórsár eru í Hofsjökli sem sést í bakgrunni. – Iceland’s longest river, Þjórsá, in southern Iceland, is glacier-fed with its source in glacier Hofsjökull.

Lýsing

Ár sem eiga upptök sín í jökli (þekja jökla á vatnasviðinu var alla jafna ≥15%). Vatnið er gruggugt af svifaur og árframburður er mikill. Árnar einkennast af rennslissveiflum, bæði dægursveiflum og árstíðabundnum sveiflum, sem stafa af bráðnun jökulíss. Jökulhlaup, m.a. vegna eldvirkni undir jökli, geta orðið í jökulám, en tíðni þeirra og umfang er afar breytilegt. Slík hlaup geta orsakað eyðileggingu búsvæða í ánni. Iðustreymi er ríkjandi.

Vatnagróður

Lítt þekktur á landsvísu. Tegundafábreytni einkennir árnar og ætla má að æðplöntur eigi erfitt uppdráttar sökum aurburðar, takmarkaðrar birtu og óstöðugs rennslis.

Botngerð

Fjölbreytt, allt frá fínum sandi til klappar.

Efnafræðilegir þættir

Lítt þekktir á landsvísu. Rafleiðni er gjarnan 10–90 µS/cm og magn blaðgrænu á botni hefur mælst 0–2,5 mg/m2.

Miðlunargerð vatnasviðs

Finnast á flestum miðlunargerðum.

Fuglar

Talsvert af fuglum fer um og gæsir fella sumstaðar flugfjaðrir en lítið er af staðbundnum fuglum.

Útbreiðsla

Finnst í flestum landshlutum, bæði á há- og láglendi.

Verndargildi

Lágt.

Útbreiðslukort jökulár

Lengd jökuláa er um 5.500 km sem er um 13% af heildarlengd straumvatna. Jökulár eiga upptök sín í jökli. – Total length (km) of glacier-fed rivers is estimated 5,500 km which is 13% of the total length of rivers.

Opna í kortasjá