Kransþörungavötn á hálendi

V1.4

EUNIS-flokkun

Mjúkbotn – profundal: C1.142 Nitella carpets; fjörubelti – littoral zone: C3.64 Exposed unvegetated freshwater lake sands and shingles.

Kransþörungavötn á hálendi
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Í Miðheiðarvatni á Tröllatunguheiði fundust miklar breiður af kransþörungum (Nitella sp.). – A lake in the Westfjords, where stoneworts (Nitella sp.) covered large areas of the lake bottom.

Kransþörungavötn á hálendi
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Kransþörungurinn tjarnanál á hrífu í vettvangskönnun í Skálavatni í Veiðivötnum. – Nitella opaca in a lake in the central highlands, southern Iceland.

Lýsing

Tiltölulega djúp vötn til fjalla og gróðurþekja á vatnasviði er frekar lítil. Strandlengjan er gjarnan grýtt og getur vatnsstaða verið breytileg.

Vatnagróður

Þekja vatnagróðurs á setbotni er yfirleitt nokkur, en tegundirnar eru frekar fáar. Kransþörungar koma fyrir í öllum vötnum vistgerðarinnar og mynda þeir þéttar breiður á botni vatnanna allt niður á 24 m dýpi. Einkennistegundirnar eru kransþörungarnir tjarnanál og vatnanál. Einnig eru síkjamari, lónasóley og ármosi algeng.

Botngerð

Grýtt eða malarkennt fjörubelti er meðfram bökkum. Fyrir utan fjörubeltið tekur við mjúkt botnset sem oft er sandborið.

Efnafræðilegir þættir

Vötnin eru flest næringarefnasnauð m.t.t. fosfórs (P), niturs (N) og blaðgrænu, en á því geta verið undantekningar.

Miðlunargerð vatnasviðs

Yfirleitt snjómiðlun (4200), engin miðlun (4300) og setmiðlun (3300), einnig á hriplekum svæðum (2100).

Fuglar

Lítið og fábreytt fuglalíf, einna helst himbrimi (Gavia immer).

Útbreiðsla

Finnst á hálendi í öllum landshlutum, í að meðaltali um 350 m h.y.s. Er einkum á Veiðivatnasvæðinu, Vestfjörðum og norðan Vatnajökuls.

Verndargildi

Miðlungs. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Útbreiðslukort kransþörungavötn á hálendi

Útbreiðsla kransþörungavatna á hálendi. Flatarmál er um 221 km2, sem er um 12% af heildarflatarmáli stöðuvatna. – Lakes with Nitella carpets are mostly located in highland areas and are in most parts of Iceland. Their total area is estimated 221 km2 (12% of Icelandic lakes).

Algengustu tegundir gróðurs – Most common vegetation species %
Lónasóley Batrachium eradicatum 67
Síkjamari Myriophyllum alterniflorum 67
Ármosi Fontinalis antipyretica 67
Flagasóley Ranunculus reptans 33
Síkjabrúða Callitriche hamulata 33
Tjarnanál Nitella opaca 33
Vatnanál Nitella flexilis 33
Fjallanál Tolypella canadensis 33
Lindakló Sarmentypnum exannulatum 33
Fjallnykra Potamogeton alpinus 17

 

Mælingar í ferskvatnsvistgerðum, kransþörungavötn á hálendi

Fjöldi æðplantna, mosa og kransþörunga sem fundust í vistgerðinni. Súlur sýna spönn allra vistgerða og svarta þverstrikið sýnir fjölda tegunda innan vistgerðarinnar samanborið við spönnina. Talan sem er í sviga efst í hægra horninu táknar fjölda vatna innan vistgerðarinnar. – Species richness of vascular plants, bryophytes and Charales, n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Mælingar í ferskvatnsvistgerðum, kransþörungavötn á hálendi

Meðaldýpi; meðalþekja vatnagróðurs; sýrustig (pH); rafleiðni (ávallt leiðrétt fyrir 25°C); fosfór (P); nitur (N) og blaðgræna í vistgerðinni. Súlur sýna meðaltal ± staðalfrávik (lóðrétt strik), einnig spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir og því hægt að bera saman vistgerðina við heildarspönn allra vistgerða. – Average depth (m), average vegetation cover (%), pH, specific conductivity (μS/cm), Total-P (mg/l), Total-N (mg/l) and chlorophyll a (μg/l) shown with lines and numbers ± standard deviation, n within brackets. Bar indicates range for all habitat types.

Opna í kortasjá