Landbrot–Meðalland

VOT-S 1

Landbrot-Meðalland á Íslandskorti

Hnit – Coordinates: N63,65523, V18,01503
Sveitarfélag – Municipality: Skaftárhreppur
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 11.835 ha

Svæðið nær yfir lindár og læki sem koma upp í Eldhrauni sem og votlendi í Meðallandi og Landbroti, þar á meðal gulstararflóð og sendna hálfdeigju. Mikið af andfuglum fer þarna um vor og haust. Þessar sveitir eru alþjóðlega mikilvægt svæði á varptíma fyrir álft (120 pör), og gulönd (34 fuglar) að vetri til. Fáeinar húsendur sjást flesta vetur.

Svæðið er að hluta til á náttúruminjaskrá, þ.e. Grenlækur og nágrenni og Steinsmýrarflóð.

Eldvatn í Meðallandi
Mynd: Magnús Guðmundsson

Eldvatn í Meðallandi.

Helstu fuglategundir á svæðinu Landbrot–Meðalland – Key bird species in the area Landbrot–Meðalland

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Álft1 Cygnus cygnus Varp–Breeding *120 2012 1,1 B1i
Gulönd2 Mergus merganser Vetur–Winter 34  2006–2013 3,8 B1i
*Pör. – Pairs.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.
2Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar. – IINH, mid-winter counts.

English summary

Landbrot–Meðalland spring-fed brooks and wetland area, S-Iceland, hosts internationally important numbers of breeding Cygnus cygnus (120 pairs) as well as wintering Mergus merganser (34 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer