Landmelhólavist
Landmelhólavist
L1.6
Eunis-flokkun
H5.341 Icelandic inland dunes.
Landmelhólavist

Landmelhólavist við Þorlákslindahrygg í Arnardal. Melgresi er ríkjandi en einnig er nokkuð af geldingahnappi og lambagrasi. Gróðursnið A15. – Inland dunes in northeastern highlands.

Landmelhólavist við Dyngju í Arnardal. Melgresi er áberandi en þekjumestu æðplönturnar eru lambagras, túnvingull og klóelfting. Gróðursnið A26. – Inland dunes in northeastern highlands.
Lýsing
Hallalítil og þurrlend sandsvæði inn til landsins með 1–3 m háum melgresishólum. Milli hólanna eru melar eða sandur. Yfirborð er mjög óstöðugt því sandur blæs frá einum stað og safnast fyrir á öðrum í skjóli við plöntur. Gróður fremur gisinn og mótaður af sandfoki. Æðplöntur, einkum melgresi og túnvingull, eru algjörlega ríkjandi. Mosar og fléttur finnast varla.
Plöntur
Æðplöntu- og fléttutegundir eru fremur fáar en mosategundir mjög fáar. Af æðplöntum er langmest af melgresi (Leymus arenarius) og túnvingli (Festuca rubra subsp. richardsonii). Af mosum finnast helst hlaðmosi (Ceratodon purpureus) og gráhaddur (Polytrichum piliferum) en af fléttum vaxtarga (Lecanora polytropa), grásnuðra (Lecidea lapicida) og dvergkarta (Tremolecia atrata).
Jarðvegur
Þykk sandjörð og melajörð. Kolefnisinnihald jarðvegs er mjög lágt, en sýrustig frekar hátt.
Fuglar
Fremur fábreytt fuglalíf og strjált varp, þúfutittlingur (Anthus pratensis) og heiðlóa (Pluvialis apricaria) algengust, heiðagæs (Anser barachyrhynchus) verpur einnig sums staðar í melhólum.
Líkar vistgerðir
Útbreiðsla
Algengust á sandfokssvæðum norðaustanlands með Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti, og sunnanlands með Tungnaá og Þjórsá, og austan Mýrdalsjökuls.
Verndargildi
Lágt.

Landmelhólavist er fágæt en hún finnst í 6% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 150 km2, óvissa fremur lítil. – The habitat type is very rare in Iceland and is found within 6% of all grid squares. Its total area is estimated 150 km2.

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).
Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.
Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.