Náttúruminjaskrá - Verndargildi náttúru Íslands

Tímamörk

Langtímaverkefni.

Samstarfsaðilar

Ráðherra skipar fagráð og ráðgjafarnefnd náttúruminjaskrár þar sem sitja fulltrúar stofnana, sveitarfélaga og samtaka, samanber 15. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Meginmarkmið verkefnisins er að skrá náttúruminjar og meta verndargildi þeirra í samræmi við 13. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 en þar er Náttúrufræðistofnun Íslands falin umsjón með C-hluta náttúruminjaskrár og gerir stofnunin tillögur um skráningar í hana í samráði við fagráð náttúruminjaskrár, sbr. 15. gr. Stofnunin gerir jafnframt tillögur um minjar sem ástæða þykir til að setja á framkvæmdaáætlun, B-hluta. 

Fyrsti verkþáttur er að endurskoða núverandi náttúruminjaskrá samhliða því að unnið er að tillögum um skráningu nýrra náttúruminja í C-hluta skrárinnar. Í framhaldi að því verða lagðar fram tillögur um náttúruminjar í B-hluta náttúruminjaskrár. Hluti fyrsta verkþáttar verður m.a. að skipuleggja gagnagrunn fyrir allar upplýsingar um náttúrufar svæða á náttúruminjaskrá og tengja við landupplýsingar.

Niðurstöður

Náttúruminjaskrá: Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands að svæðum á B-hluta náttúruminjaskrár.

Nokkrar heimildir um verkefni sem unnin hafa verið af Náttúrufræðistofnun Ísland og fjalla um mat á verndargildi og náttúruminjar:

Olga Kolbrún Vilmundardóttir, Ester Rut Unnsteinsdóttir, Ingvar Atli Sigurðsson, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Trausti Baldursson. Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár: samantekt um viðbótartillögur fyrir fossa og selalátur. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-20008. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Olga Kolbrún Vilmundardóttir, Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðmundsson, Ingvar Atli Sigurðsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Kristján Jónasson, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Marianne Jensdóttir Fjeld, Sigmar Metúsalemsson, Starri Heiðmarsson, Sunna Björk Ragnarsdóttir, Þóra Hrafnsdóttir og Trausti Baldursson. Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár 2018: svæðaval og ávinningur verndar. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-19012. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage. 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi (pdf, 16,6 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 55. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. Rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017.

Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir. 2016. Vistgerðir á Íslandi (pdf, 24 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. Rafræn útgáfa leiðrétt í september 2017.

Sigurður H. Magnússon, Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Hörður Kristinsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Starri Heiðmarsson og Jón Gunnar Ottósson. 2009. Vistgerðir á miðhálendi Íslands. Flokkun, lýsing og verndargildi (pdf, 30MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-09008. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Trausti Baldursson, Ásrún Elmarsdóttir, Kristján Jónasson, Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Sigmundur Einarsson. 2009. Mat á verndargildi 18 háhitasvæða (pdf, 2 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-09014. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

María Harðardóttir, Erling Ólafsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Starri Heiðmarsson og Jón Gunnar Ottósson. 2008. Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013 (pdf, 6MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-08008. Unnið fyrir nefnd umhverfisráðuneytisins um náttúruverndaráætlun 2009–2013. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Snorri Baldursson, Sveinn P. Jakobsson, Sigurður H. Magnússon og Guðmundur Guðjónsson. 2006. Náttúrufar og náttúruminjar suðvestan Vatnajökuls (pdf, 28 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-06008. Unnið fyrir Umhverfisráðuneytið. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Snorri Baldursson. 2006. Náttúrufar og náttúruminjar umhverfis Vatnajökul - Samantekt (pdf, 10MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-06009. Unnið fyrir Umhverfisráðuneytið. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Helgi Torfason og Kristján Jónasson. 2006. Mat á verndargildi jarðminja á háhitasvæðum (pdf 1MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-06010. Unnið fyrir Orkustofnun. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Sigurður H. Magnússon. 2005. Þrjú háhitasvæði á Suðvesturlandi. Undirbúningur að mati á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða (pdf 7MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-05003. Unnið fyrir Orkustofnun. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Snorri Baldursson og Helgi Torfason. 2003. Náttúrufar og verndargildi náttúrufyrirbæra norðan Vatnajökuls - yfirlit (pdf 8MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-03002. Unnið fyrir Umhverfisráðuneytið. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Snorri Baldursson, Helgi Torfason og Hörður Kristinsson. 2003. Natural Conditions and the Conservation Value of Natural Phenomena North of the Glaceir Vatnajökull - a summary (pdf 7MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-03017. Unnið fyrir umhverfisráðuneytið. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ólafur Einarsson, Hörður Kristinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Jón Gunnar Ottósson. 2002. Verndun tegunda og svæða. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna Náttúruverndaráætlunar 2002 (pdf 3MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-02016. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Helgi Torfason og Ingvar Atli Sigurðsson. 2002. Verndun jarðminja á Íslandi (pdf 6MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-02019. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur A. guðmundsson, Sigurður H. Magnússon, Erling Ólafsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. 2001. Gróður, fuglar og verndargildi náttúruminja á fjórum hálendissvæðum. Áfangaskýrsla (pdf 2,7MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01024. Unnið fyrir Orkustofnun og Landsvirkjun. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ævar Petersen. 2001. Æðarfugl á Íslandi. Staða rannsókna og alþjóðasamstarf um vernd (pdf 198KB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01025. Unnið fyrir umhverfisráðuneytið. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigmundur Einarsson, (ritstj.), Sigurður H. Magnússon, Erling Ólafsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur Guðjónsson, Kristbjörn Egilsson og Jón Gunnar Ottósson. 2000.  Náttúruverndargildi á virkjunarsvæðum norðan Jökla (pdf 49MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-00009. Unnið fyrir Orkustofnun og Landsvirkjun. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigmundur Einarsson (ritstj.), Erling Ólafsson, Guðmundur Guðjónsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Sigurður H. Magnússon. 1999. Verndargildi virkjunarsvæða. Áfangaskýrsla (pdf 516KB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-99020. Unnið fyrir Orkustofnun og Landsvirkjun. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Jón Gunnar Ottósson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Sigmundur Einarsson. 1999. Eyjabakkar - náttúruminjar, náttúruverndargildi og alþjóðlegar skuldbindingar (pdf 386KB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NI-99022. Samantekt að beiðni umhverfis- og iðnaðarnefndar alþingis. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri