Natura Ísland

Tímamörk

2012–2016.

Samstarfsaðilar

Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrustofur, Skógrækt ríkisins og Landmælingar Íslands.

Styrkir

Evrópusambandið, Instrument for Pre-Accession Assistance – IPA.

Vefur

Emerald network of Areas of Special Conservation Interest

Natura 2000 network

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins var að afla nauðsynlegra gagna um náttúru landsins með vettvangsvinnu og úrvinnslu gagna til að

  • undirbúa og annast flokkun vistgerða á öllu landinu í vatni, á landi og í fjöru
  • afla nauðsynlegra gagna um útbreiðslu og stofnstærðir dýra og plantna, einkum fugla og kortleggja lykilsvæði þeirra
  • gera vistgerðarkort sem meðal annars eru byggð á heimildasöfnun, vettvangsvinnu og fjarkönnunargögnum
  • meta verndargildi og verndarþörf vistgerða og tegunda
  • leggja fram tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra að lista yfir hugsanleg verndarsvæði í samræmi við skyldur stofnunarinnar samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 og jafnframt yfir verndarsvæði sem tilnefna mætti í net verndarsvæða í Evrópu sem ber heitið Emerald Network
  • byggja upp gagnagrunna fyrir verkefnið í heild, meðal annars fyrir nauðsynleg gögn og upplýsingar um náttúrufar hugsanlegra verndarsvæða.

Náttúrufræðistofnun hóf kortlagningu vistgerða árið 1999.  Við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB) var veittur styrkur til verkefnisins árið 2012 til að undirbúa innleiðingu og  framkvæmd tveggja tilskipana ESB í náttúruvernd, það er vistgerðatilskipunar (Habitats Directive, Council Directive 92/43/EEC of 21 May 1992 on the conservation of natural habitats and of wild fauna and flora) og fuglatilskipunar (Birds Directive, Directive 2009/147/EC of the European Parliament and of the Council of 30 November 2009 on the conservation of wild birds). Þegar aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var dregin til baka hætti ESB að styrkja verkefnið en umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í samvinnu við Náttúrufræðistofnun, tók ákvörðun um að halda verkefninu áfram þar sem það uppfyllir skyldur Íslands samkvæmt Bernarsamningnum sem Ísland er aðili að. Þar á meðal skyldur um val á verndarsvæðum í samræmi við Emerald Nework.

Verkefnið nýtist í vinnu við gerð nýrrar náttúruminjaskrár samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, við skipulagsgerð sveitarfélaga, mat á umhverfisáhrifum og í sambandi við ýmsa ákvarðanatöku vegna framkvæmda og annarra mannlegra athafna. Öll fullbúin gögn verkefnisins, önnur en viðkvæmar upplýsingar, svo sem varpstaðir friðaðra fuglategunda, eru öllum opin og aðgengileg.

Nánari upplýsingar

Vistgerðir

Mikilvæg fuglasvæði

Niðurstöður

Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 55. 295 bls.

Vistgerðakort.

Tengiliður

Trausti Baldursson, forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafardeildar.